Viðvera ráðherra

49. fundur
Miðvikudaginn 11. desember 1991, kl. 20:52:00 (1816)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Til þess að koma í veg fyrir tafir tel ég eðlilegt að borin sé fram sú ósk strax á þessum fundi að fjmrh. og viðskrh. mæti í fundarsal. Ég sé að hæstv. fjmrh. er kominn, móður mjög, og er það vel að hann sýni áhuga á sínu starfi en hæstv. viðskrh. þyrfti að vera hér einnig vegna þeirrar afstöðu sem komið hefur fram í blöðum um þá álagningu sem er lagt til að verði á skrifstofu- og verslunarhúsnæði.