Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 02:26:00 (1895)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. heilbr.- og trmrh., og misnota þannig andsvarstímann, fyrir þau svör sem hann gaf. Enn fremur benda á að það féllu þarna í ræðu hans 150 millj. sem fjmrn. segir í sinni greinargerð að sé hin mesta ósvinna að þurfi að gefa eftir. Það er bersýnilegt að þessi ræðustóll kostaði ríkissjóð 150 millj. að mati fjmrn. samkvæmt þeirri greinargerð sem þar liggur fyrir. Í ræðu sem ég flutti hér fyrr í dag spurði ég eftir því hvernig hæstv. heilbr.- og trmrh. hugsaði sér að spara á lífeyristryggingunum upp á

250 millj. kr., ef ég man rétt, hvort það er með stóraukinni tekjutengingu sem Alþfl. var á móti í síðustu ríkisstjórn. Mér þætti vænt um ef ráðherrann sæi af svo sem hálfri mínútu til þess að svara þessari spurningu líka.