Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 02:29:00 (1897)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Fróðlegt verður að sjá þær tillögur og hvernig þær munu birtast. Það er einfaldlega rétt að frá sjónarmiði fjmrn. kostaði næst síðasta ræða heilbrrh. 150 millj. því að í greinargerð fjmrn. um frv. til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum segir svo, með leyfi forseta:
    ,,Að áliti fjmrn. munu umræddar 150 millj. kr. ekki sparast nema fallið verði frá bráðabirgðaákvæði því sem er að finna aftast í frv. þessu, enda var ekki gert ráð fyrir því ákvæði þegar fjárlagafrv. var samið.``
    Það er augljóst mál að þessi ræðuferð kostaði um 150 millj. sem er auðvitað lítið miðað við ræðu félmrh. fyrr í dag sem kostaði 400 millj.