Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 15:33:00 (1981)

     Guðmundur Bjarnason (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Aðeins út af þessari fyrirspurn og skýringu hæstv. forseta, þá vil ég láta það koma fram að á þessu atkvæðagreiðsluskjali eru nokkrir liðir sem komið hafa fram óskir frá stjórnarandstæðingum um að greidd yrðu atkvæði um sérstaklega, þó ekki væru brtt. á ferðinni. Þetta er reyndar ekki nýtt, þetta hefur gerst áður við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrv. en í samráði við hæstv. forseta og starfsfólk þingsins var talið betra allra aðila vegna, kannski einkum vegna framkvæmdar málsins, að þessi háttur væri hafður á. En það var ekki sérstaklega að okkar ósk að þessi háttur væri hafður á. Það er auðvitað hægt að biðja um það hverju sinni að fá að greiða atkvæði um einstök efnisatriði frv. þó þau séu ekki hér á þessu atkvæðagreiðsluskjali.