Aukatekjur ríkissjóðs

56. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 17:24:00 (2336)

     Menntamálaráðherra (Ólafur Einarsson) (andsvar) :
     Herra forseti. Hv. 6. þm. Norðurl. e. beindi til mín spurningu. Eins og mönnum er sjálfsagt kunnugt þá er löng saga aukatekna ríkissjóðs. Varðandi leyfi til tækifærisveitinga er mér ekki kunnugt að ráðuneyti hafi þurft að sækja um slíkt leyfi. Í þessari grein frv. er ekki verið að breyta neinu. Ég held ég viti það líka rétt að þarna er yfirleitt ekki heldur um hækkun að ræða, þannig að ég hlýt að svara fyrirspurninni svo að þarna verður engin breyting á frá því sem verið hefur.