Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:03:00 (2470)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
     Herra forseti. Það er ágætur prófsteinn á hugrekki manna að láta reyna á það með nafnakalli hvort þeir fylgja sannfæringu sinni eða ekki. Sá sem dæsir nú hvað mest hafði kjark til þess að sitja hjá í atkvæðagreiðslu ásamt öðrum hér í salnum þrátt fyrir að stjórnarsinnar aðrir væru heldur daprir yfir því. Nú reynir nokkuð á hvort sá kjarkur leynist á fleiri stöðum og verður spennandi að fylgjast með því. En stjórnin er ekki fallin þó þeir sýni nú kjark sinn. Það sést hér á töflunni hver styrkleiki hennar er. En ég segi að sjálfsögðu já.