Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 170 . mál.


185. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um árangur jafnréttisátaks í Stjórnarráðinu.

Frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.



    Hefur orðið einhver mælanlegur árangur af jafnréttisátaki í Stjórnarráðinu sem félagsmálaráðherra átti frumkvæði að í tíð síðustu ríkisstjórnar? Óskað er upplýsinga m.a. um eftirfarandi, sundurliðað eftir ráðuneytum:
         
    
    Hversu margir karlar og hversu margar konur gegna stöðum yfirmanna í Stjórnarráðinu? Hefur konum fjölgað í þessum stöðum og ef svo er, hvaða stöður er þá um að ræða?
         
    
    Hver eru meðallaun karla og kvenna sem gegna stöðum yfirmanna? Hafa meðallaun yfirmanna breyst á því tímabili sem hér um ræðir og ef svo er, hver er breytingin hjá hvorum hóp fyrir sig?
         
    
    Hversu margir karlar og hversu margar konur njóta hlunninda í starfi? Hefur konum, sem njóta hlunninda, fjölgað umfram karla á þessu tímabili?
    Voru viðbrögð við þessu átaki mismunandi eftir ráðuneytum og ef svo var, í hverju voru þau fólgin?
    Verður jafnréttisátaki haldið áfram í tíð núverandi ríkisstjórnar og ef svo er, hvernig er þá fyrirhugað að standa að því?
    Hefur félagsmálaráðherra áform um einhverjar aðrar aðgerðir til þess að auka áhrif kvenna við stjórn þjóðfélagsins?

Greinargerð.


     Á þskj. 78 var lögð fram efnislega hliðstæð fyrirspurn til félagsmálaráðherra frá Kristínu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sú fyrirspurn hefur nú verið afturkölluð þar sem flutningsmenn sáu, eftir að hafa gaumgæft hana nánar, að svör við fyrsta lið hennar gæfu ekki viðhlítandi mynd af stöðu kvenna þar sem samanburð við karla vantaði. Úr þessu hefur nú verið bætt.


Skriflegt svar óskast.