Ferill 61. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 61 . mál.


230. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyting á ýmsum lögum vegna aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 7. gr. Í stað „2. málslið 8. gr.“ í 8. tölul. komi: 2. málslið 5. gr.
    Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Á lögum um skipströnd og vogrek, nr. 42 15. júní 1926, verða svofelldar breytingar:
        1.    Í 1. málslið 1. mgr. 19. gr. falla orðin „10 kr. í“ brott.
        2.    2. mgr. 19. gr. fellur niður.
    Við 16. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög um greiðslu kostnaðar af Skeiðaáveitunni o.fl., nr. 43 19. maí 1930, falla úr gildi.
    Við 28. gr. Á eftir orðunum „Sveitarstjórnir skulu“ komi: á þeim grunni.
    Við 35. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Kópavogskaupstað land jarðanna Kópavogs og Digraness og um eignarnámsheimild á erfðafesturéttindum, nr. 32 22. maí 1957, falla úr gildi.
    Við 38. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Vestmannaeyjakaupstað land allt í Vestmannaeyjum, sem nú er í eigu ríkisins, og um eignarnámsheimild á lóðar- og erfðafesturéttindum, nr. 22 10. maí 1960, falla úr gildi.
    Við 40. gr. Á eftir 1. tölul. bætist við nýr töluliður, 2. tölul., er orðist svo: Við 2. málslið a-liðar 1. mgr. 2. gr. Á eftir orðinu „varadómendur“ komi: aðra hæstaréttardómara og síðan.
    Við 49. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Kópavogskaupstað nýbýlalönd sín og hluta jarðarinnar Kópavogs og um eignarnámsheimild á ábúðarréttindum, nr. 36 29. apríl 1967, falla úr gildi.
    Við 102. gr. Í stað „nr. 90 1. júní 1990“ í 1. málslið komi: nr. 90 1. júní 1989.
    Á eftir 102. gr. komi ný grein er verði 103. gr. og orðist svo:
                  Við 16. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92 1. júní 1989, bætast tvær nýjar málsgreinar, 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
                  Þegar héraðsdómarar við héraðsdóm Reykjavíkur, Norðurlands eystra, Suðurlands og Reykjaness hafa verið skipaðir í fyrsta sinn skulu þeir gera tillögu til dómsmálaráðherra um dómstjóra og hann þegar skipaður.
                  Skipa skal dómnefnd skv. 2. mgr. 5. gr. þannig að hún geti fyrir gildistöku laganna fjallað um hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara. Reglur um störf nefndarinnar skulu gilda um störf hennar frá upphafi.
    Við 106. gr. er verði 107. gr.
         
    
    3.–7. tölul. falli brott.
         
    
    Á eftir 8. tölul., sem verði 3. tölul., komi nýr töluliður, 4. tölul., er orðist svo: Við 66. gr. bætist nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi:
                       Rannsóknari er sá starfsmaður lögreglu eða ákæruvalds sem rannsókn stýrir eða sinnir hverju sinni.
         
    
    9. tölul., er verði 5. tölul., orðast svo: Í 1. mgr. 69. gr. falla brott orðin „Sá sem fer með rannsókn (rannsóknari)“, en í stað þeirra kemur: Rannsóknari.
         
    
    10.–26. tölul., 31. tölul. og 33.–35. tölul. falli brott.
    Við 108. gr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Þó öðlast 103. gr. þegar gildi.
    Við heiti laganna bætist: o.fl.