Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 173 . mál.


306. Nefndarálit



um frv. til l. um vatnsveitur sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta sem felur í sér endurskoðun á gildandi lagaákvæðum um vatnsveitur og holræsi. Nefndin fékk umsögn um frumvarpið frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og mælir stjórn sambandsins með samþykkt þess. Jafnframt bárust nefndinni drög að reglugerð er sett yrði eftir samþykkt frumvarpsins. Þá fékk nefndin á sinn fund til viðræðna um málið Húnboga Þorsteinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þórð Skúlason, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga.
     Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins en vill jafnframt lýsa þeirri skoðun sinni að skilja beri ákvæði 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins þannig að hreppsnefnd sé einungis heimilt að leggja í framkvæmdir við gerð vatnsveitu að fyrir liggi gögn er sýni að hagkvæmt þyki að leggja veituna og reka hana, sbr. 77. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986.

Alþingi, 18. des. 1991.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Ingibjörg Pálmadóttir.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Eggert Haukdal.

Kristinn H. Gunnarsson,

Einar K. Guðfinnsson.


með fyrirvara.



Jón Kristjánsson.

Gunnlaugur Stefánsson.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.