Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 220 . mál.


316. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um innheimtu skyldusparnaðar ungs fólks til íbúðabygginga.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hver eru vanskil launagreiðenda við Húsnæðisstofnun ríkisins sundurliðuð eftir kjördæmum og hve mikið af vanskilunum er eldra en sex mánaða?
    Hvernig er fylgst með því að launagreiðendur geri skil á skyldusparnaði, sbr. 116. gr. laga um Húsnæðistofnun og 15. gr. reglugerðar nr. 92/1985?
    Hyggst félagsmálaráðherra beita sér fyrir aðgerðum sem tryggi betri skil á skyldusparnaði innan sex mánaða frá útborgun launa?