Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 140 . mál.


747. Breytingartillögur



við frv. til l. um starfsmenntun í atvinnulífinu.

Frá Bryndísi Friðgeirsdóttur og Hjörleifi Guttormssyni.



    4. gr. orðist þannig:
                  Starfsmenntun í atvinnulífinu skal heyra undir menntamálaráðuneytið.
    1. mgr. 5. gr. orðist svo:
                  Menntamálaráðherra skipar átta manna starfsmenntaráð til tveggja ára sem fer með framkvæmd laga þessara. Einn fulltrúi skal skipaður af menntamálaráðherra án tilnefningar og einn samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðherra. Þrír fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum atvinnurekenda, tveir af Vinnuveitendasambandi Íslands og einn af Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Þrír fulltrúar skulu tilnefndir af samtökum launafólks, tveir af Alþýðusambandi Íslands og einn af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Starfsmenntaráð skiptir með sér verkum.
    Í stað orðanna „félagsmálaráðuneytið“ í 7. og 14. gr. og „félagsmálaráðuneytinu“ í 13. gr. komi: menntamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytinu og í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 8. gr. komi: menntamálaráðherra.