Ferill 416. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 416 . mál.


798. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um Framkvæmdasjóð fatlaðra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklu fé hefur verið ráðstafað úr Framkvæmdasjóði fatlaðra frá stofnun hans árið 1984? Svar óskast sundurliðað eftir árum og einstökum kjördæmum á núgildandi verðlagi.

    Í meðfylgjandi töflu er sundurliðun eftir kjördæmum á því fé sem hefur verið ráðstafað úr Framkvæmdasjóði fatlaðra frá stofnun hans árið 1984. Tölurnar eru á verðlagi í janúar 1992. Rétt er að vekja athygli á nokkrum atriðum til skýringar.
    Nokkurn hluta framlaga Framkvæmdasjóðs fatlaðra er ekki hægt að sundurliða eftir einstökum kjördæmum þar sem um er að ræða framlög til stofnana sem þjóna öllu landinu. Framlög þessi eru færð undir liðinn ósundurliðað.
    Þessi framlög eru til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Sjónstöðvar Íslands og Tölvumiðstöðvar fatlaðra, ýmis framlög til svæðisstjórna færð á sameiginlegt reikningsnúmer, framlög skv. 19. og 27. gr. laga um málefni fatlaðra, til kannana, til Íþróttafélags fatlaðra, til starfsþjálfunar fatlaðra, til framhaldsmenntunar fatlaðra og til atvinnumála.
    Þyngst vega framlög vegna uppbyggingar á aðstöðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, einkum árin 1988 og 1989.
    Viðvíkjandi einstökum kjördæmum er rétt að hafa í huga að nokkrar stofnanir þjóna einstaklingum frá fleiri kjördæmum en því kjördæmi sem þær eru í þó að búast megi við að þær þjóni fyrst og fremst viðkomandi kjördæmi og aðliggjandi kjördæmum.
    Þannig vega t.d. framlög til Kópavogshælis, Skálatúns, Tjaldaness og Reykjalundar töluvert í úthlutunum til Reykjaneskjördæmis. Þá eru framlög til Sólborgar hluti af úthlutunum til Norðurlandskjördæmis eystra og framlög til Sólheima hluti af úthlutunum til Suðurlandskjördæmis. Ýmsir skólar og verndaðir vinnustaðir í Reykjavík þjóna a.m.k. öllu höfuðborgarsvæðinu. Öll framlög til ýmissa félaga og landssambanda fatlaðra eru færð samkvæmt viðfangsefni og eftir staðsetningu. Þó eru nokkur framlög til fjölmargra landssambanda færð á Reykjavík enda starfsemi þeirra að mestu leyti þar.


Framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra 1984–1991 í þús. kr.


á verðlagi í janúar 1992.


1984

1985

1986

1987

1988

1989

1990

1991

1984–91



Reykjavík     
77.818
95.529 91.891 82.810 93.599 67.307 88.175 113.428 710.557
Reykjanes     
51.584
47.531 29.510 66.085 45.086 86.094 74.266 58.162 458.317
Vesturland     
18.780
8.441 7.816 3.114 26.645 17.515 7.022 7.464 96.798
Vestfirðir     
13.625
12.803 7.034 12.343 8.050 10.042 7.624 4.299 75.819
Norðurland vestra     
13.172
8.301 3.908 6.817 17.579 10.108 9.801 9.160 78.846
Norðurland eystra     
12.266
8.864 8.946 22.255 13.719 13.994 13.017 24.168 117.229
Austurland     
4.879
11.469 6.456 8.028 7.897 7.221 22.375 27.850 96.175
Suðurland     
30.108
14.319 10.060 24.522 20.930 7.331 26.291 9.447 143.008
Ósundurliðað     
3.031
12.775 893 8.767 74.102 20.771 9.566 4.570 134.474
Allt landið     
225.263
220.032 166.514 234.741 307.606 240.382 258.137 258.548 1.911.224