Ferill 67. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 67 . mál.


863. Nefndarálit



um till. til þál. um könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund nefndarinnar komu Axel Eiríksson og Lilja Óskarsdóttir frá forvarnahópi gegn sjálfsvígum ungmenna. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Barnageðlæknafélagi Íslands, biskupi Íslands, Félagi um sorg og sorgarviðbrögð, fræðsluskrifstofum Austurlandsumdæmis, Norðurlandsumdæmis eystra, Reykjanesumdæmis, Suðurlandsumdæmis og Vesturlandsumdæmis, geðdeild Borgarspítalans, Geðlæknafélagi Íslands, Forvarnahópi gegn sjálfsvígum ungmenna, landlæknisembættinu, Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, Sálfræðingafélagi Íslands og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.
    Í tillögunni er lagt til að skipuð verði nefnd sem kanni tíðni og orsakir sjálfsvíga. Það er skoðun nefndarinnar að hér sé um mjög brýnt mál að ræða. Í ljósi þess að skjótra aðgerða er þörf og að talsverðar rannsóknir eru nú þegar hafnar er varða sjálfsvíg hér á landi er það skoðun nefndarinnar að hraða beri þeim rannsóknum jafnframt því að notaðar verði rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi og erlendis. Nefndin, sem skipuð verði, hraði störfum sínum og geri tillögur um fyrstu úrbætur í haust. Gerð er breytingartillaga við 2. mgr. tillögunnar þannig að nefndin verði skipuð bæði lærðum og leikum.
    Nefndin mælir með samþykkt þingsályktunartillögunnar með breytingum þeim sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali.
    Björn Bjarnason var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. maí 1992.



Sólveig Pétursdóttir,

Ingi Björn Albertsson.

Anna Ólafsdóttir Björnsson.


form., frsm.



Kristinn H. Gunnarsson.

Ey. Kon. Jónsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.



Jón Helgason.

Össur Skarphéðinsson.