Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 922, 115. löggjafarþing 466. mál: lax- og silungsveiði (Fiskræktarsjóður).
Lög nr. 38 27. maí 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði.


1. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 91. gr. laganna fellur brott. Við greinina bætist ný málsgrein er verður 3. mgr., svohljóðandi:
     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, útreikning, gjalddaga, lögvernd, álagningu gjalda samkvæmt áætlun og annað sem lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldanna.

2. gr.

     1. mgr. 92. gr. laganna orðast svo:
     1. Heimilt er að veita lán og styrki úr Fiskræktarsjóði til mannvirkjagerðar er lýtur að fiskrækt eða fiskeldi enda samþykki veiðimálastjóri tilhögun framkvæmda, þær séu gerðar undir eftirliti hans og hann mæli með styrkveitingu. Enn fremur er heimilt að veita úr Fiskræktarsjóði lán eða styrki til annarra verkefna sem stuðla að aukningu og viðhaldi íslenskra laxfiska. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um ráðstöfun fjár úr Fiskræktarsjóði.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 1992.