Samningar við EB um fiskveiðimál

95. fundur
Fimmtudaginn 07. janúar 1993, kl. 13:15:28 (4436)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil minna þingmanninn á að Alþb. fór ekki með sjútvrn. í síðustu ríkisstjórn og ég vil minna þingmanninn á það líka að þingflokkur Alþb. neitaði að veita hæstv. utanrrh. heimild til að fá samningsumboð. Hann fékk aldrei samningsumboð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það hafa verið rök núv. utanrrh. og formanns Alþfl. fyrir því að hann þyrfti að fara til íhaldsins að hann fékk ekki umboð til að ljúka EES-samningnum hjá Alþb. og Framsfl. Það segir allt sem segja þarf um afstöðu Alþb. í þessu máli og allar ályktanir þingmannsins í þessa veru eru rökleysa ein og hæfir eingöngu að birtist á forsíðu Alþýðublaðsins, hvergi annars staðar.