Samningar við EB um fiskveiðimál

99. fundur
Mánudaginn 11. janúar 1993, kl. 10:41:37 (4619)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það að umræða hefur ekki bara þann tilgang að þeir tali sem eru á mælendaskrá heldur líka að þeir sem sæti eiga hér á þingi eigi þess kost að fylgjast með umræðunni og hlýða á mál manna. Ég vil hins vegar, til þess að koma til móts við sjónarmið forseta, láta það koma fram af minni hálfu að ég get fallist á að umræðan fari af stað og við munum endurmeta stöðuna um hádegisbilið í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum þá þannig að ég mun ræða við forseta í hádeginu um frekara framhald umræðunnar.