Samningar við EB um fiskveiðimál

99. fundur
Mánudaginn 11. janúar 1993, kl. 15:56:52 (4656)


     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Mig langar til þess að spyrja hv. 7. þm. Reykn. sem hér hefur staðfest að hann hafi lýst því yfir að Íslendingar væru reiðubúnir að ganga frá samningi um gagnkvæmar veiðiheimildir, hvort hann telji það vera í samræmi við slíka yfirlýsingu að saka nú, á ekki lengri tíma sem liðinn er frá því að þessi yfirlýsing var gefin, aðra um að hafa gefið eftir af landhelgissigrinum og hleypt erlendum skipum inn í íslenska landhelgi. Er það frambærilegt að saka nú aðra um að hafa gefið eftir af landhelgissigrinum eftir að hafa opnað viðræður með yfirlýsingu af þessu tagi í apríl árið 1990?