Samningar við EB um fiskveiðimál

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 14:49:28 (4697)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það kemur skýrt fram í máli hv. þm. Framsfl. að þeir eiga í vök að verjast. Þeir lýsa því yfir að þeir hefðu verið tilbúnir að gera samning um skipti á gagnkvæmum veiðiheimildum ef 3.000 karfaígildi hefðu verið langhali. Verðmætahlutföllin þarna á milli eru nákvæmlega þau sömu. Þau hafa í engu breyst. Ef við göngum út frá því að báðir aðilar hefðu náð sínum afla eru verðmætahlutföllin nákvæmlega þau sömu. En það hefur einmitt verið aðaluppistaðan í gagnrýni þeirra að verðmætahlutföllin þarna á milli væru óeðlileg. Mér sýnist að hv. þm. Framsfl. séu komnir í hring og ættu að fara að gæta sín í frekari umræðum um málið.