Þingfrestun

104. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 20:11:11 (4903)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegi forseti. Ég les forsetabréf um frestun á fundum Alþingis:
    ,,Forseti Íslands gerir kunnugt:
    Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis 116. löggjafarþings frá 14. janúar 1993 og standi sú frestun til 10. febrúar 1993, nema kveðja þurfi

Alþingi saman skv. síðari mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar.
    Gjört í Reykjavík, 14. janúar 1993.

Vigdís Finnbogadóttir.


_____________
Davíð Oddsson.

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.``
    Samkvæmt þessu umboð og með vísun til samþykkis Alþingis lýsi ég því hér með yfir að fundum Alþingis, 116. löggjafarþings, er frestað.