Löndun á loðnu til bræðslu

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 12:57:17 (5070)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um afnám laga um löndun loðnu til bræðslu. Á sínum tíma þótti nauðsynlegt að setja á fót sérstaka nefnd til þess að hafa stjórn á hendi með löndun loðnu. Nú hafa allar aðstæður breyst. Hvort tveggja er að veiðarnar eru stundaðar í aflamarkskerfi og verðmyndun orðin frjáls þannig að nútímaveiði- og viðskiptahættir gera það að verkum að opinber miðstýring á loðnulöndun er í engu samræmi við þær aðstæður sem við búum við í dag og hún hefur því verið aflögð. Með þessu frv. er lagt til að það verði formlega staðfest með því að fella lögin um loðnunefndina niður.
    Ég legg svo til, frú forseti, að frv. verði að lokinni umræðunni vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.