Aðild Alþingis að 50 ára afmæli lýðveldisins

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 14:27:08 (5139)

     Guðrún Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Frú forseti. Ég kann engin dæmi um slíka meðferð þingmáls, þ.e. að þingmannatillögu sé vísað til forsætisnefndar þingsins. Það liggur fyrir að eftir að þessi þmtill. hv. 9. þm. Reykv. kom fram lá hún hér lengi og fékk enga meðferð. Síðan kemur hæstv. forsrh. með undarlega till. til þál. um að Alþingi feli honum og ríkisstjórn hans að efna til nefndar sem á að annast undirbúning 50 ára afmælis lýðveldisins. Eins

og kom fram í ræðu minni hér á dögunum, tel ég ekki að hæstv. forsrh. þurfi að leita slíkrar heimildar, hann getur auðvitað látið ríkisstjórn sína gera hvað sem honum sýnist í tilefni af þessu afmæli. En mér er fyrirmunað að skilja samkvæmt hvaða grein þingskapalaga er hægt að rugla þessum tveimur málum saman og afgreiða þingmannatillögu með tilvísun til forsætisnefndar. Ég vil heyra frú forseta lýsa því samkvæmt hvaða grein þingskapalaga þetta er gert.