Varamaður tekur þingsæti

114. fundur
Þriðjudaginn 23. febrúar 1993, kl. 13:33:01 (5354)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Forseta hefur borist eftirfarandi bréf sem dags. er 23. febr. 1993:
    ,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr.

53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varaþm. Samtaka um kvennalista í Reykjavíkurkjördæmi, Guðrún J. Halldórsdóttir, forstöðukona Námsflokkanna í Reykjavík, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Kristín Einarsdóttir, 15. þm. Reykv.``



    Guðrún J. Halldórsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.