Kaup á björgunarþyrlu

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 17:32:47 (5505)

     Guðjón A. Kristjánsson :
    Hæstv. forseti. Hér hefur farið fram ítarleg og löng umræða um þyrlumálið. Ég fagna því mjög sem forsrh. sagði en eftir því sem ég skrifaði niður þá sagði hann orðrétt: ,,Þegar í vor verður gengið til samningsgerðar um þyrlukaup.``
    Þetta tel ég mjög merka og afdráttarlausa yfirlýsingu og ég skil það svo að það þýði að við fáum nýja og öfluga björgunarþyrlu fyrir íslenska þjóð og samningum ljúki á þessu ári.
    Þetta tel ég fullnægjandi svar fyrir mig og ég get lýst því yfir að ég treysti forsrh. að ljúka málinu á þeim nótum sem hann hefur lýst yfir.