Kaup á björgunarþyrlu

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 17:38:58 (5508)

     Eyjólfur Konráð Jónsson :
    Hæstv. forseti. Ég er oft stuttorður en tala líklega enn þá styttra núna en venjulega. Ég horfi á hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson og Guðmund Hallvarðsson og ég held að við getum hrósað sigri. Sigurinn er fyrirsjáanlegur. Forsrh. hefur gefið þær yfirlýsingar sem hér hafa réttilega verið eftir honum hafðar áður og ég þarf ekki að endurtaka. Málið er í höfn og ég nota þetta tækifæri til þess að þakka okkur öllum og þjóðinni í heild og óska okkur heilla. Við munum reyna að hafa samstöðu um þetta. Auðvitað er sjálfsagt að styrkja málið með því að helst allir samþykki það þegar það kemur til atkvæða. Það er ekki meginmálið. Fyrirheitin eru svo afdráttarlaus að málið er í höfn.