Sveitarstjórnarlög

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 12:08:18 (5598)

     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er kannski ekki mörgu að svara því andsvari sem hv. þm. flutti. Ég vil eigi að síður leggja áherslu á að ég var ekki að lýsa andstöðu minni við sameiningu. Þvert á móti tel ég sameiningu af hinu góða ef fólkið sem ætlar að sameinast vill það og hefur undirbúið það svo að það telji það framkvæmanlegt og það skili árangri. Þess vegna var ég að undrast það að ef fólkið sem býr á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjaneskjördæmi hefur ekki komið auga á hagkvæmni þess að sameinast og fækka sveitarfélögum þá séu stjórnmálamenn, jafnvel fyrir þessi tvö kjördæmi, Reykjaneskjördæmi og Reykjavík, að ræða hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga sem eiga langtum erfiðara um vik út frá landfræðilegum og náttúrufræðilegum ástæðum og skammta þeim sameiningu og undrast svo að einhver sveitarfélög úti á landi sameinast ekki eða gangi hægt að sameinast.
    Þess vegna segi ég við sömu þingmenn sem undrast þetta: Horfið ykkur nær. Hér er það best og hér á að reyna það til þrautar.