Sveitarstjórnarlög

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 12:25:12 (5603)

     Pétur Sigurðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. að auðvitað eiga hagkvæmnissjónarmiðin að ráða. Það er það sem ég sagði áðan að ég tel að sveitarstjórnarmenn séu löngu búnir að átta sig á því og búnir að samþykkja það og eru sammála um að ótal hagsmunir er betur komið við það að sveitarfélögin verði stærri. Reyndar taldi þingmaðurinn upp ýmis atriði sem eru mismunandi í hinum ýmsu sveitarfélögum og mundu þá ná jafnræði og jafnrétti hjá íbúum á vissu svæði. Ég tek alveg undir það að auðvitað eru það hagkvæmnissjónarmiðin sem ráða fyrst og fremst. Menn eru búnir að komast að niðurstöðu um að það er hagkvæmt að sameina sveitarfélög. Það er bara framkvæmdin sem er eftir. Það er alveg rétt og ég undirstrika það aftur að það eru einmitt oddvitar og ekki bara oddvitarnir heldur oddvitar lýðræðis sem standa í vegi fyrir framþróun þessa máls.