Löndun á loðnu til bræðslu

122. fundur
Föstudaginn 05. mars 1993, kl. 16:07:03 (5741)

     Frsm. sjútvn. (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir áliti sjútvn. um frv. til laga um afnám laga nr. 97 frá 27. des. 1973, um löndun á loðnu til bræðslu, með síðari breytingum.
    Nefndin hefur fjallað um málið en þar er lagt til að lög um löndun á loðnu til bræðslu frá 1973 verði afnumin. Lögin voru sett vegna sérstakra aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi.
    Nefndin mælir öll með samþykkt frv. án fyrirvara. Undir nál. rita Össur Skarphéðinsson, Árni R. Árnason, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Ásgrímsson, Jóhann Ársælsson, Stefán Guðmundsson, Steingrímur J. Sigfússon og Vilhjálmur Egilsson.