Eftirlit með störfum bústjóra og skiptastjóra

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 14:03:43 (5794)

     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Skiptastjórar í þrotabúum eru auðvitað fyrst og fremst hagsmunagæslumenn kröfuhafa og ákvarðanir eru teknar á skiptafundum um öll meginatriði varðandi ráðstafanir á eignum og innheimtu á kröfum. Ef einhver sérstök alvarleg tilvik koma upp þá geri ég ráð fyrir því að eftir því verði leitað að hafa eftirlit með því en almennt eru það kröfuhafarnir sjálfir sem taka hinar veigamestu ákvarðanir og eiga mestra hagsmuna að gæta varðandi skipti á búunum og þeirra er að fylgja því eftir á fundum, skiptafundum, að gengið sé eftir því að öllum kröfum sé til skila haldið.