Dýravernd

125. fundur
Miðvikudaginn 10. mars 1993, kl. 15:10:25 (5861)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Bara til að taka af öll tvímæli þá er ég ekki að hætta í pólitík og reikna með því að ef svo vel vill til að kjósendur í Norðurlandskjördæmi vestra vilja hafa mig áfram á þingi, þá er ég reiðubúinn að starfa hér lengi enn. Ég er ekki að panta það að setjast í villidýranefnd, síður en svo. Mér fyndist það nú ekki passa heldur fyrir vígðan manninn, séra Gunnlaug, að taka sæti þar og á heldur ekki von á því að hæstv. umhvrh. fari að treysta framsóknarmönnum til að standa þar að verki.
    Ég er ekki að vantreysta bændum í hv. umhvn. Ég veit að hún er skipuð ágætu fólki sem er út af fyrir sig vel hæft til að fjalla um lagafrv. en ég bar fram þá ósk að frv. yrði sent til landbn. til undirumsagnar til enn frekari styrkingar og til þess að fullvissa mig um að frv. yrði vel unnið. Það finnst mér að hv. formaður umhvn. ætti að geta látið eftir mér.