Eiginfjárstaða innlánsstofnana

131. fundur
Miðvikudaginn 17. mars 1993, kl. 16:53:46 (6111)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðferðin sem valin var var einmitt til þess valin að taka fljótt af skarið svo almenningur og viðskiptavinir bankans, bæði lánardrottnar hans og skuldunautar væru ekki í vafa um að hann stæði traustum fótum. Þetta varð að gerast skjótt þegar lausn og niðurstaða var fengin. Þetta er kjarni málsins og að tala um hamagang í því sambandi er alveg frá hinni hliðinni. Ríkisstjórnin lýsti ekki yfir neinu neyðarástandi, kallaði ekki til neinna skyndifunda eða neyðarfunda. Það eru allt orð úr orðasafni stjórnarandstæðinga. Ég tek fram að þetta á ekki við hv. 18. þm. Reykv.