Gjald vegna ólögmæts sjávarafla

133. fundur
Fimmtudaginn 18. mars 1993, kl. 15:55:00 (6215)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Á þskj. 717 liggur fyrir frv. um breytingar á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla. Þannig háttar til að þegar ný lög um þetta efni tóku gildi og eldri lög féllu úr gildi var ljóst að úrskurðir kveðnir upp samkvæmt ákvæðum eldri laga héldu gildi sínu en nokkur vafi hefur þótt leika á því hvort hinir eldri úrskurðir væru aðfararhæfir á grundvelli nýrra laga. Og til þess að taka af öll tvímæli um það efni er þetta frumvarp flutt þannig að það megi vera alveg vafalaust að hinir eldri úrskurðir, sem eru í gildi samkvæmt nýju lögunum, séu einnig aðfararhæfir.
    Ég legg svo til, frú forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.