Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

143. fundur
Fimmtudaginn 25. mars 1993, kl. 13:10:11 (6458)


     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Orð mín lutu ekki að því hvað einstakir þingmenn láta sér nægja heldur skoðun okkar hóps varðandi tvíhliða samning. Ég legg það ekki í vana minn að tala fyrir nokkurn mann eða fyrir hönd einhvers. Í öllum flokkunum eru nokkuð mismunandi sjónarmið um hversu skarpar áherslurnar varðandi t.d. þetta mál skuli vera og ekki óeðlilegt að það gerist líka í okkar hópi og hjá okkar flokki þó hann sé sem betur fer sterklega sameinaður í þessu stóra og mikilvæga máli fyrir þessa þjóð. Hitt hef ég lagt áherslu á að við munum standa eftir með góðan tvíhliða samning. Og ég hef ekki neina afstöðu til þess hvort aðrir vilja fara aðrar leiðir til að ná annarri niðurstöðu heldur en ég er hér að lýsa.