Skýrsla um stefnu ríkisstjórnarinnar í rannsóknar- og þróunarmálum.

146. fundur
Mánudaginn 29. mars 1993, kl. 13:39:31 (6521)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin en vil beina því jafnframt til forseta að fylgja því strangt eftir að ákvæði þingskapa að því er þennan frest varðar verði framkvæmd undanbragðalaust og forsætisnefndin og forseti Alþingis velti því fyrir sér hvernig best er að slíku staðið. Það er auðvitað ekki við hæfi að brjóta með þessum hætti nýsamþykkt ákvæði þingskapa og ég hvet forseta til þess að taka á þessu alvarlega máli sérstaklega um leið og ég læt í ljós þá ósk að það verði unnt að ræða þessa skýrslu áður en þinginu lýkur með myndarlegum hætti þannig að fyrir hana verði skapað gott rúm í dagskrá Alþingis.