Sementsverksmiðja ríkisins

151. fundur
Föstudaginn 02. apríl 1993, kl. 10:41:13 (6774)

     Finnur Ingólfsson :
    Virðulegur forseti. Í nál. minni hlutans eru færð rök fyrir því í sex liðum að minni hluti nefndarinnar telur rétt að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Sú tillaga er hér til umfjöllunar og rökstuðningur færður fyrir því. Verði tillagan felld þá kemur það fram, eins sagt er í umsögn bæjarstjórnar Akraness, að fram hafi komið í máli áhrifamikilla stjórnmálamanna að til standi og ákveðið sé að selja fyrirtækið í heild sinni

eða einstökum hlutum. Við erum á móti því að það verði gert. Það getur vel komið til greina af okkar hálfu að breyta fyrirtækinu í hlutafélag en það einkavæðingaræði sem er á þessari ríkisstjórn verður til þess að það er ekki hægt að greiða atkvæði með frv. heldur verður að greiða atkvæði gegn því verði frávísunartillagan ekki samþykkt.