Sementsverksmiðja ríkisins

152. fundur
Mánudaginn 05. apríl 1993, kl. 14:32:05 (6823)

     Jóhann Ársælsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég ætlaði að taka til máls aftur um sementsverksmiðjumálið en var ekki búinn að biðja um orðið. En hitt er að ég tel að það eigi auðvitað að standa við samkomulag hafi það verið gert við hæstv. landbrh. um að koma máli á dagskrá. Ég sé ekki að það hasti svo í þessu máli að ekki sé hægt að standa við samkomulag sem hefur verið gert við ráðherra um það að koma málum áfram. Til að liðka fyrir þingstörfum vil ég segja það fyrir mitt leyti a.m.k. að það er alveg meinalaust af minni hendi þó að þessu máli verði frestað sem nú er á dagskrá.