Lán til viðhalds félagslegra íbúða

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 13:50:43 (7240)

     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil beina fyrirspurn til hæstv. félmrh. Á fundi í félmn. í morgun tókst stjórnarmeirihlutanum loks að afgreiða frv. um húsnæðismál út úr nefndinni. Í því voru ábendingar húsnæðismálastjórnar, m.a. um að taka upp lán til meiri háttar viðhalds félagslegra íbúða, ekki teknar til greina. Einnig er mikið vandamál í stofnuninni varðandi greiðsluerfiðleika. Ég spyr því félmrh.: Hyggst hæstv. ráðherra grípa til aðgerða með framlagningu frv. um þessi mál fyrir þinglok? Ef svo er ekki, hvenær verður það þá gert ef það er ætlunin að gera það yfir höfuð?