Eiturefni og hættuleg efni

160. fundur
Þriðjudaginn 20. apríl 1993, kl. 20:37:35 (7316)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hv. formanni heilbr.- og trn. að það var samkomulag um það í nefndinni að flytja þetta mál. En mig langar að spyrja hæstv. heilbrrh. hvers vegna nefndin var beðin um að flytja þetta mál því að venjulega koma sík mál frá ráðherra. Þetta mál er þannig vaxið að það er til að draga úr mengun en ákvæði frv. auka verulega kostnað hjá ýmsum atvinnugreinum og ég nefni þar sérstaklega t.d. efnalaugar. Þær verða fyrir verulegum kostnaði þegar þær fá ekki lengur að nota þau efni sem hér talin upp. Og eins veldur þetta kostnaði hjá frystiiðnaðinum og fleiri fyrirtækjum þannig að þetta er verulegur kostnaðarauki fyrir mörg fyrirtæki. Ég vil bara að það komi hér fram, þrátt fyrir að við séum sammála þessu frumvarpi, að við þurfum að gangast undir þetta, að þá mun þetta í þyngja atvinnurekstri þó nokkuð. ( Heilbrrh.: Ég tek þetta ekki fyrir aftur. Þetta er ekki ég.)