Öryggis- og varnarmál Íslands

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 17:04:17 (7500)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill lýsa þeirri skoðun sinni að sérhver þingmaður geti krafist þess að atkvæðagreiðsla fari fram telji hann þess þörf. Nú stendur svo á að ég hygg að ekki séu nægilega margir hv. þm. í húsinu til að unnt sé að atkvæðagreiðsla fari fram og forseti vill nú mælast til þess við hv. 2. þm. Vestf. að hann nýti sér þann þinglega rétt sinn að tala eins og hann þarf. En að öðru leyti verði þetta samkomulag látið standa. Verði svo ekki hlýtur forseti að gera hlé á þessum fundi um sinn.