Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 13:52:08 (7738)

     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Ég sé að það hefði þurft að koma með aðra brtt. við 3. umr. þar sem þetta er nú síðasta umræða málsins. Mér hefur láðst að sjá það að ég þarf einnig koma með tillögu um að breyta 1. gr. frv. og óska ég eftir því að fá tækifæri til þess að koma með brtt. við 1. gr. Ég veit ekki hvort mér tekst að gera það hér, ég var búin að hripa á blað, ég veit ekki hvort forseti tekur það gott og gilt það sem ég er búin að hripa hérna blað eða hvort ég má ég fá frest í nokkrar mínútur til þess að geta gert það þannig að það verði hægt að koma með brtt. við 1. gr.