Evrópskt efnahagssvæði

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 14:03:29 (7798)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil halda því til haga hér við þessa afgreiðslu að ég tel að þessi samningur gangi í fyrsta lagi mjög langt að því er varðar stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og reyni á þolrif stjórnarskrárákvæðanna um of á mörgum sviðum. Í öðru lagi tel ég að þessi samningur eins og hann liggur núna fyrir geti í raun og veru verið fyrsta skrefið í átt til aðildar Íslands að Evrópubandalaginu og af þessum tveimur aðalástæðum segi ég nei.