Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 13:49:32 (7875)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Í raun og veru er óþarfi af minni hálfu að bæta einhverju við það svar til hv. þm. sem fram kom í greinargerð hv. 11. þm. Reykn. áðan. Hv. þm. virðist vera að vitna í samantekt sem heitir ,,Samanburður á íslenskri löggjöf og samþykktum Evrópubandalagsins`` sem út var gefið af viðskiptaskrifstofu utanrrn. en er á málasviði þar sem umsjónaraðilar eru ráðuneytisstjórinn í félmrn. og ráðuneytisstjórinn í dómsmrn. Það er gerð grein fyrir þeim gerðum sem bæst hafa við frá því að EES-samningurinn var gerður og til greina koma að bætist við EES-samninginn. Og í þessu skjali er gerð grein fyrir því

að ekki þurfi að koma til beinna breytinga á frv. heldur þurfi hugsanlega að gera breytingar á reglugerð. Utanrrn. hefur ekki tekið neina afstöðu til þess á þessu stigi málsins og mun ekki flytja neinar brtt. af því tagi.