Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 17:42:22 (7923)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég tel að með þessari tillögu sé ekki nægilega skýrt tekið fram að samningurinn um EES verði tekinn upp og gerður nýr viðskiptasamningur um verslun á milli þessara landa. Ég tel þó að tillagan sé spor í rétta átt þó ég hefði viljað að hún gengi lengra og ég greiði því ekki atkvæði.