Frágangur stjórnarfrumvarpa

171. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 10:51:46 (7944)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli og forsrh. fyrir að svara spurningunni svo langt sem það svar náði. Hér er um gamalt vandamál að ræða. Það hefur nú vafist fyrir Íslendingum að skilja ýmislegt sem frá ráðuneytum hefur komið alveg frá fornu fari og kansellístíll var hér tíðkaður fyrr á öldum og eimir töluvert eftir af honum enn.
    Ég held að það væri virðingarvert ef forsrn. tæki sér fyrir hendur að yfirfara fumvörp og skriflega gerninga frá ráðuneytunum þannig að þau væru á mæltu máli og mættu skiljast. Það er mjög mikilvægt að málfar sé þannig að sæmilega læsir Íslendingar viti við hvað er átt og setja það fram þannig að það sé mönnum vel skiljanlegt. Ég vil hvetja til þess að forsrn. taki það mál til gaumgæfilegrar athugunar.