Skrifleg svör við fyrirspurnum

171. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 11:58:46 (7976)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Já, það ber að biðja afsökunar á því hversu lengi hefur dregist að svara þessari skýrslubeiðni. Ég held að ég fari rétt með að það séu tveir eða þrír dagar síðan handriti var skilað og ég hlýt að vænta þess að í dag geti þessari skýrslu um starfsemi Menningarsjóðs útvarpsstöðva verið dreift hér í þinginu, en ég skal kanna það nú strax á eftir. Það breytir ekki því að þetta hefur tekið of langan tíma

og fyrir því eru ástæður sem ég gæti rakið en skipta kannski ekki máli og duga sjálfsagt ekki til þess að afsaka þennan langa drátt sem hefur orðið á svarinu, en svarið kemur.