Skrifleg svör við fyrirspurnum

171. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 12:08:40 (7982)


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Það er að vísu hárrétt hjá hæstv. menntmrh. að þetta er sjálfstæður sjóður, en hann er nú á vegum menntmrn. og samkvæmt tillögutextanum á till. til þál. um skipan rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar á þskj. 953 er einmitt rætt um það að rannsóknarnefndin eigi að kanna fjárhagsleg tengsl við stofnunina, þ.e. útvarpið, og menntmrn. og starfsemi á vegum þess. Þetta tekur að sjálfsögðu yfir þennan sjóð eins og aðra starfsemi á vegum menntmrn. Það er því ekki rétt hjá hæstv. menntmrh. að hér séu engin tengsl við þessa tillögu.
    Það er að vísu skynsamlegt að skipta um stjórnarformann í þessum sjóði en það er verið að spyrja um verk fyrrverandi stjórnarformanns. Það er um það sem málið snýst.