Veiting ríkisborgararéttar

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 14:25:56 (8018)


     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Ég ætla ekki að gera athugasemd við afgreiðslu hv. allshn. á þessu máli og er viss um að farið hefur verið vel yfir öll þau mál sem til nefndarinnar hafa komið. En það er aðeins smáatriði sem ég vil gera athugasemd við varðandi þskj. 1072 og það er uppsetningin á því, þ.e. að ekki skuli vera fylgt íslenskri hefð í að setja fornafn á undan og eftirnafn á eftir eins og við erum vön að gera á Íslandi. Ég hefði talið það eðlilegt þar sem með samþykkt þessarar tillögu sem ég vænti og vona að verði á þessu þingi, þá eru þetta orðnir íslenskir ríkisborgarar og ég hefði talið eðlilegra að þskj. væri sett upp á þann hátt að fornafnið kæmi á undan.