Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

173. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 22:30:09 (8106)

     Einar K. Guðfinnsson : (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að vekja á því athygli að fyrr dag lagði hv. þm. fram fyrirspurn er varðaði mál og málnotkun á opinberu sviði. Það er tilefnið til hennar athugasemda núna. En ég vil bara undirstika það að orðalag mitt hér var einungis með þeim hætti til að undirstrika nákvæmlega mikilvægi þessa máls sem ég dreg ekki í efa og það var aldrei meining mín að gera lítið úr mikilvægi þessa máls nema síður sé. Ég var einfaldlega að undirstrika þýðingu þessa máls með því að vekja athygli að önnur stór mál voru líka til umræðu en fengu mun minni umfjöllun. Við ræddum þetta sérstaklega á fundi að kvöldi til sem er ekki alvanalegt í félmn. Þetta er að sjálfsögðu sagt til að árétta og undirstrika mikilvægi og þýðingu þessa góða máls.