Menningarsjóður

173. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 23:58:32 (8124)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Um það hefur verið spurt í menntmn. hverjar tekjur hefðu verið af þessu á undanförnum árum. Frsm. hefur verið um það spurður hverjar tekjur hafi verið að þessu sl. tíu ár, sl. ár eða sl. tvö ár, og hvaða áætlanir liggi fyrir um tekjur næstu ár. Ekkert svar hefur fengist. Hæstv. menntmrh. veit mætavel að oft standa úrelt ákvæði í lögum án þess að menn fari að flytja um það sérstakar tillögur að fella þau út. En að endurflytja frv. og leggja til að úrelt ákvæði verði á nýjan leik gerð að lögum er náttúrlega fáránlegt og þinginu til mikils vansa. Það er nánast prófsteinn á það hvaða vitleysu er hægt að fá menn til að samþykkja hér á Alþingi ef fyrirmælin koma að ofan og væri verkefni fyrir félagsfræðinga að finna niðurstöðu í því. Ég tel að það sé til vanvirðu fyrir þingið að samþykkja svona vitleysu. Ég segi nei.