Lífeyrissjóður sjómanna

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 10:20:15 (8140)

     Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Kristín Ástgeirsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1214, en undir það ritar auk mín Halldór Ásgrímsson. Frv. er svohljóðandi:
    ,,Frumvarpið er eitt af þeim mörgu frumvörpum sem Alþingi hefur fjallað um á yfirstandandi þingi og tengist samningnum um EES. Nefndin hafði afar lítinn tíma til að fjalla um þetta mál en í umsögnum komu fram ábendingar um fleiri atriði sem athuga þurfi í lögum þessum. Því er það skoðun minni hlutans að málið þarfnist nánari athugunar og leggur hann til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.``