Húsnæðisstofnun ríkisins

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 15:40:04 (8377)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Í stefnuyfirlýsingu núv. ríkisstjórnar er kveðið á um að auka beri sjálfstæði ríkisstofnana. Hér sjáum við skilning stjórnarflokkanna á því hvað er aukið sjálfstæði ríkisstofnana. Það er fólgið í því að færa valdið frá stofnuninni og inn í ráðuneytið. Það er fólgið í því að fikra sig í átt til úreltra stjórnarhátta eins og segir í umsögn húsnæðismálastjórnar um stjórnsýslukafla þessa frv.
    Það er merkileg niðurstaða að þingmenn Sjálfstfl. skuli velja þá leið að fikra sig til úreltra stjórnarhátta gegn vilja fulltrúa sinna í húsnæðismálastjórn.
    Við alþýðubandalagsmenn erum andvígir aukinni miðstýringu. Við segjum nei við þessu frv.